Sænsk jólaskinka

jolalina

Ofnsteikt skinka:


            Látið hina sykursöltuðu skinku í kalt vatn.  Reiknið með að hún liggi í vatni í ca. 1 klukkustund á hvert kíló, látið síðan skinkuna á ristina í ofninum með ofnskúffuna undir, og látið puruna snúa upp, hellið 2-3 dl. af vatni í skúffuna.

 

Pensluð jólaskinka
(Glassering)


1 stk. köld, soðin eða ofnsteikt, léttsöltuð skinka,
1 dl. dökkur púðursykur,
3 msk. Hunang,
safi úr 1-2 appelsínum,
heill negull.

 

            Takið puruna af steikinni og snyrtið skinkuna til.

Leggið hana í ofnskúffu eða eldfast fat, og skerið ysta fitulagið í tígla, ca. ½ cm . djúpt. 

Setjið síðan negulnagla í hvern kross. 

Sjóðið hunang, púðursykur og appelsínusafa í nokkrar mínútur og hellið  1/3 af því yfir skinkuna.

Setjið steikina í heitan ofninn 200-225°C og eftir ca. 10 mínútur hellið þá aftur 1/3 af leginum yfir kjötið.

Eftir 5-10 mínútur til viðbótar hellist restin af leginum yfir.

Skinkan er tilbúin þegar hún er orðin gulbrún og glansandi.

Borið fram með nýju ávaxtasalati, soðnum kartöflum og grænmeti.


Verði ykkur að góðu!

 

tilbaka
Apycom jQuery Menus