fbpx

Sérverslun með kjötvörur í 75 ár

Grilltilboð

Grillkassar og fjölskyldugrilltilboð
Blandaðir grillkassar á frábæru verði, nautagrillkassar
og fjölskyldugrillpakkar.


Grilltilboð fyrir hópa og fyrirtæki
Fyrsta flokks íslenskt grillkjöt, sósur og meðlæti.

Nautasparkassar

Hagstæðar magnpakkningar sem innihalda lúxus hakk (ca. 3% fita),  Red Roy borgara, úrvals nautagúllas og nautafile steikur.

Sjá nánar

RED ROY borgarar

Margar stærðir og stór brauð fylgja!

200g, 140g, 90g í borðinu.
Einnig er hægt að sérpanta mini-borgara, 80g, 110g, 300g.

Dönsk buff, kóngabuff og pítubuff

Okkar vinsælu buff, tilbúin á pönnuna!

Dönsk buff: nautahakk, paprika, laukur og krydd.
Kóngabuff: nautahakk, feta ostur, sólþurrkaðir tómatar og krydd.
Pítubuff: nautahakk og krydd.

Fyllt lambalæri

Ávaxtafylling: Epli og sveskjur

Döðlur og gráðaostur: Ferskar döðlur, gráðaostur og steinselja

Ítölsk fylling: Sveppir, sólþurrkaðir tómatar, fetaostur og rautt pestó

Verð aðeins 4.990 kr/kg 

Panta

Gjafabréf Kjöthallarinnar

Tilvalin gjöf fyrir vini eða fjölskyldumeðlimi!
Gjafabréf Kjöthallarinnar er glæsileg gjöf sem kemur sér vel.

Upphæð að eigin vali og gjafabréfin gilda í verslun Kjöthallarinnar Skipholti.

Endilega hafið samband á kjothollin@kjothollin.is eða í síma 553-1270

Verslun Kjöthallarinnar

Skipholti 70

Verslun Kjöthallarinnar er sérverslun með kjötvörur, með ferskleika, gæði og persónulega þjónustu í fyrirrúmi. Sérpantanir viðskiptavina eru okkur ánægjuefni og við gerum okkar besta til að sinna þeim með skömmum fyrirvara.

Mikil áhersla er lögð á ferskt og gott íslenskt gæðahráefni í nauta-, lamba- , svína- og kálfakjöti. Í kjötborðinu er að finna úrval af ferskri kjötvöru, hið vinsæla lúxus nautahakk, úrval af hakkabuffum, Red Roy hamborgara í nokkrum stærðum, safaríkar og meyrnaðar Red Roy nautasteikur, úrval af lambakjöti og margt fleira spennandi.

Við bjóðum uppá sparkassa sem eru magninnkaup fyrir heimili í nauta og svínakjöti á hagstæðu verði. Við sérpökkum kjötinu fyrir hvern og einn viðskiptavin og panta þarf kassana með a.m.k dagsfyrirvara. Hagstætt verð er einnig á lambaskrokkum í 1/1 og ½ sem eru sagaðir niður að óskum viðskiptavina. Hægt er að fá tilboð í kjötvörur fyrir stærri veislur og viðburði. Innra eftirlit kjötvinnslu og verslana tryggir að kjötið sé ávallt mátulega hangið við rétt kulda og rakastig.