Verslanir Skipholti 70 & Háaleitisbraut 58-60

Verslanir Kjöthallarinnar eru sérverslanir með kjötvörur með ferskleika, gæði og persónulega þjónustu í fyrirrúmi. Sérpantanir viðskiptavina eru okkur ánægjuefni og við gerum okkar besta til að sinna þeim með skömmum fyrirvara.

 

Mikil áhersla er lögð á ferskt og gott íslenskt gæðahráefni í nauta-, lamba- ,svína- og kálfakjöti. Í kjötborðinu er að finna úrval af ferskri kjötvöru, hið vinsæla lúxus nautahakk, úrval af hakkabuffum, Red Roy hamborgara í nokkrum stærðum, safaríkar og meyrnaðar Red Roy nautasteikur, úrval af lambakjöti og margt fleira spennandi.

 

Við bjóðum uppá sparkassa sem eru magninnkaup fyrir heimili í nauta og svínakjöti á hagstæðu verði. Við sérpökkum kjötinu fyrir hvern og einn viðskiptavin og panta þarf kassana með a.m.k dagsfyrirvara. Hagstætt verð er einnig á lambaskrokkum í 1/1 og ½ sem eru sagaðir niður að óskum viðskiptavina. Hægt er að fá tilboð í kjötvörur fyrir stærri veislur og viðburði. Innra eftirlit kjötvinnslu og verslana tryggir að kjötið sé ávallt mátulega hangið við rétt kulda og rakastig.
Skipholt 70 Háaleitisbraut 58-60

bollur
Grillborgari

Ljúffengir grillborgarar

 

Margar stærðir og stór brauð fylgja! 200g, 140g, 90g í borðinu. Einnig er hægt að sérpanta mini-borgara, 80g, 110g, 300g.


 
Kjotfars

Þriðjudagstilboð

 

Nýtt og saltað kjötfars á frábæru tilboði á þriðjudögum

 

Aðeins 498 kr/kg


 
Lambalæri

Fyllt lambalæri

 

Ávaxtafylling

Epli og sveskjur

Döðlu- og gráðaostafylling

Ferskar döðlur, gráðaostur og steinselja

Ítölsk fylling:

Sveppir, sólþurrkaðir tómatar, fetaostur og rautt pestó

Verð 3.198 kr/kg

Panta

 
Lambakjot

Lambaskrokkar

 

Ljúffengt lambakjöt að norðan

Lambaskrokkar í 1/1 og ½ niðursagaðir eftir óskum.

Verð aðeins 1.178.- kr. kg.

Kjötvinnsla Heildsala & þjónusta

Kjötvinnsla

Kjötvinnsla Kjöthallarinnar hefur aukið markaðshlutdeild sína mikið undanfarin ár. Þessa miklu söluaukningu þökkum við aðallega góðu og stöðugu gæðaeftirliti hjá fagmönnum okkar, miklu kjötúrvali og skjótri þjónustu.

Vöruþróun hefur verið mikil og þá oft eftir óskum viðskiptavinarins. Innra eftirlit er strangt hvað varðar gæði vörunnar og eins hreinlæti og þrif sem og vörumóttöku en þetta er allt unnið samkvæmt GÁMES eftirlitskerfi.

Helstu viðskiptavinir kjötvinnslunnar eru veitingastaðir, skyndibitastaðir, mötuneyti, skip og fleiri.

svinakjot Gjörið svo vel að hafa samband og við munum reyna að sinna þínum óskum.

Þjónusta

Kjötvinnsla Kjöthallarinnar hefur ávallt haft það að markmiði að hafa á boðstólum úrvals kjötvörur, unnar úr fersku og góðu hráefni.

Skjót og góð þjónusta er okkar metnaður.

Móttaka pantana er frá kl. 7-18
í síma 553-1270.
Eftir kl. 18 er símsvari, en pantanir á símsvara eru afgreiddar næsta morgun.
Fax: 553-1278
Netfang: kjothollin@kjothollin.is

Kjötvinnsla

Saga Kjöthallarinnar Starfrækt frá árinu 1944

Kjöthöllin er með elstu verslunar og kjötvinnslufyrirtækjum landsins, stofnað 1. maí 1944. Fyrstu árin var verslunin og kjötvinnslan rekin á Klömbrum á Klambratúni (Miklatúni).

Þar var einnig rekið sláturhús til nokkurra ára ásamt reykhúsi , en það var starfrækt til ársins 1963. Kjötvinnslan fluttist að Háteigsvegi 2 árið 1953 og var þar til húsa næstu 13 árin. Kjöthöllin réðst í byggingu verslunarhússins að Skipholti 70 árið 1964 og fluttist kjötvinnslan þangað 1966 samhliða því að verslunin var opnuð.

Árið 1982 var matvöruverslunin að Háleitisbraut 58-60 til sölu ásamt húsnæði á 1. og 2. hæð. Kjöthöllin réðst í kaup á þessum eignum og hefur rekið þar verslun síðan 1.júní 1982.

klambrar3

Hin síðari ár hefur aðaláhersla kjötvinnslunnar verið lögð í vinnslu á nautakjöti; steikum, hakki og hamborgurum. Svínakjötsútskurður er einnig mikill, ásamt vinnslu lambakjöts. Þó að gömlum vinnsluaðferðum sé haldið í heiðri hefur vöruþróun einnig orðið mikil hin síðari ár. Þróunin hefur orðið sú að gera vöruna meira tilbúna til matargerðar fyrir neytendur, ýmsar gerðir af steikum útbúnar eftir sérpöntunum, kjötið kryddað eftir óskum og úrval af magnpakkningum fyrir hagsýnar fjölskyldur. Erlend matargerðarlist hefur aukið fjölbreytni vöruúrvalsins mikið, því hin mikla fjölbreytni matsölustaða kallar oft á ný vinnubrögð.

Fyrirtækið hefur ætíð haft duglega kjötiðnaðarmeistara við störf sem unnið hafa til ýmissa viðurkenninga. Í dag þjónar kjötvinnslan aðallega veitingahúsum og mötuneytum auk verslananna.

Öflugt innra eftirlit er innan fyrirtækisins bæði á það við um gæði vörunnar og hvað hreinlæti varðar. Verslanir hafa alla tíð verið starfræktar samhliða kjötvinnslunni og eru nú í Skipholti 70 og Háaleitisbraut 58-60. Nú starfa um 25 manns hjá Kjöthöllinni og þar af 7 kjötiðnaðarfagmenn.

Stofnandi Kjöthallarinnar var Christian H. Christensen og rak hann fyrirtækið fyrstu 30 árin . Synir hans Sveinn og Björn Christensen ásamt þeirra fjölskyldum keyptu síðan reksturinn 1974 og hafa þeir starfrækt fyrirtækið síðan.

Opnunartími - Skipholti

Virka daga: 8 - 18
Helgar: Lokað
Pantanir mótteknar á símsvara eftir lokun.

Opnunartími - Háaleitisbraut

Virka daga: 8 - 18
Laugardaga: 8 - 16
Sunnudaga: lokað

Hafa samband eða verið velkomin til okkar í verslanir Kjöthallarinnarcaptcha


Kjöthöllin - Skipholti

Kjötborð, sérvara, matvörur, kjötvinnsla og heildsala.

Skipholti 70
105 Reykjavík
Íslandi

Sími: 553-1270
kjothollin hjá kjothollin.is

Sjá á korti

Kjöthöllin - Háaleitisbraut

Kjötborð, sérvara og matvörur.

Háaleitisbraut 58-60
108 Reykjavík
Íslandi

Sími: 553-8844
kjothollin hjá kjothollin.is

Sjá á korti