Kjöthöllin er með elstu verslunar og kjötvinnslufyrirtækjum landsins, stofnað 1. maí 1944. Fyrstu árin var verslunin og kjötvinnslan rekin á Klömbrum á Klambratúni (Miklatúni).
Þar var einnig rekið sláturhús til nokkurra ára ásamt reykhúsi , en það var starfrækt til ársins 1963. Kjötvinnslan fluttist að Háteigsvegi 2 árið 1953 og var þar til húsa næstu 13 árin. Kjöthöllin réðst í byggingu verslunarhússins að Skipholti 70 árið 1964 og fluttist kjötvinnslan þangað 1966 samhliða því að verslunin var opnuð.
Árið 1982 var matvöruverslunin að Háleitisbraut 58-60 til sölu ásamt húsnæði á 1. og 2. hæð. Kjöthöllin réðst í kaup á þessum eignum og hefur rekið þar verslun síðan 1.júní 1982.
Hin síðari ár hefur aðaláhersla kjötvinnslunnar verið lögð í vinnslu á nautakjöti; steikum, hakki og hamborgurum. Svínakjötsútskurður er einnig mikill, ásamt vinnslu lambakjöts.