Hamborgarhryggur
1 – 1 ¼ kg. hamborgarhryggur
6-8 dl. vatn eða 3-4 dl. vatn og 3-4 dl. rauðvín,
1 stk. laukur.
Sósa
½ -1 dl. soð af hryggnum,
½ -1 dl. rjómi,
40-50 gr. Smjör eða smjörlíki,
1 – 1 ½ msk. Sherry,
sósulitur,
1 – 2 tsk. Maisenamjöl,
salt og pipar.
Hamborgarhryggurinn er soðinn í vatni eða rauðvínsblöndunni við vægan hita í ca. 30 mínútur.
Tíminn sem gefinn er upp fyrir suðuna er miðaður við meðalþykkan hrygg.
Gott er að sjóða 1 stk. lauk með hryggnum.
Látið hrygginn bíða í soðinu á meðan sósan er búin til.
Sósa
Sósan er búin til þannig:
1 dl. af soðinu er settur í pott og soðinn upp með rjóma og smjöri.
Látið sósulit saman við og jafnið með maisenamjöli.
Bragðbætið með sherry og kryddi.
Hryggurinn er skorinn í sneiðar og borinn fram með kartöflum og soðnu grænmeti.
Gott er líka að borða hamborgarhrygginn kaldan með heitu kartöflusalati og gratineruðu gænmeti.
Hvernig brúna má hamborgarhrygg eftir suðu
Hamborgarhryggurinn er soðinn í ½ tíma í vatni eða rauðvínsblönduðu vatni.
Látið kjötið síðan kólna í vatninu.
Síðan er kjötið tekið upp úr og lagt í ofnskúffu eða eldfast fat, dálitlum pipar, flórsykri eða púðursykri er stráð yfir og fatið sett í ofninn við mjög góðan hit, ca. 225°C.
Takið dálítið af soðinu úr pottinum og látið örlítið sherry í það og ausið blöndunni varlega með skeið, öðru hvoru yfir kjötið á meðan það er að brúnast, en passið að skola ekki burt sykurhúðinni.
Í staðinn fyrir að setja flórsykur eða púðursykur ofan á hrygginn er líka hægt að búa til karamellu úr strásykri, sem búið er að hita á pönnu, og hella yfir hrygginn áður en hann er settur í ofninn.
Hryggurinn er borinn fram með soðnu grænmeti, rauðkáli og brúnuðum kartöflum.
Verði ykkur að góðu!