fbpx

JÓLAPATÉ MEÐ EPLUM OG NEGUL

1 kg hökkuð lifur (fæst að sjálfsögðu í Kjöthöllinni)
400 gr. svínaspekk (fæst einnig í Kjöthöllinni)
2 meðalstórir laukar
2 stór jonagold epli (eða 4 lítil)
4 tsk. pipar
3 tsk. salt
4 tsk. allrahanda (krydd)
2 tsk. negull
3 stk. egg
4 msk. hveiti

Laukur og epli hökkuð saman í hakkara eða matvinnsluvél.
Þá er hakkaðri lifrinni, spekkinu, lauknum og eplunum blandað vel saman í skál, auk kryddsins, eggsins og hveitisins.

Blandið öllu vel saman og hellið síðan í form. Setjið formin á djúpa ofnskúffu og hellið vatni í hana, eins mikið og hægt er.

Bakið við 175°C í u.þ.b. 75 mín eða þar til paté-ið er orðið fallega brúnt.

Verði ykkur að góðu!

Related Projects