NAUTA-CARPACCIO, TILVALIÐ Í FORRÉTT!
Nauta-Carpaccio – á fjóra diska í forrétt
360 gr nautalund
1 sítróna
2 msk jómfrúarolía
100 gr parmaostur
1 msk balsamedik
salt
pipar
Skerið nautalund í mjög þunnar sneiðar, fyrir fjóra, leggið á plast og annað plast yfir. Berjið með flötum hamri eða kökukefli eins þunnt og hægt er en gætið þess að klessa ekki kjötið svo erfitt verði að ná því smekklega af plastinu. Stráið diskana góðu salti og nýmöluðum svörtum pipar og leggið kjötið ofan á. Blandið olíu og ediki og pennslið yfir kjötið á diskunum. Setjið smá salat að eigin vali á hvern disk og stráið parmaosti yfir. Berið fram sítrónubát með hverjum disk.
Uppskrift fengin af Kjöt.is