fbpx

SINNEPSGRILLUÐ JÓLASKINKA

….að sænskum sið!

1 stk. köld, soðin eða ofnsteikt, léttsöltuð skinka,
3 msk. sinnep,
1 msk. síróp,
1 msk. kartöflumjöl,
1 tsk. Eggjarauða,
2-3 msk. brauðrasp.

Takið puruna af og snyrtið skinkuna til.
Látið steikina í eldfast fat eða ofnskúffu.
Hrærið sinnepi, sírópi, kartöflumjöli og eggjarauðu saman og smyrjið því ofaná skinkuna.
Stráið svolitlu raspi yfir og grillið síðan skinkuna við 200-225°C þar til hún verður fallega ljósbrún.
Berið skinkuna fram með nýsoðnum kartöflum, rauðkáli, brúnkáli og rósakáli.

Verði ykkur að góðu!