fbpx

SOÐIN JÓLASKINKA

Soðin jólaskinka

Skolið skinkuna og setjið hana í pott og látið puruna snúa upp.
Látið vatnið fljóta yfir skinkuna.
Lyftið skinkunni öðru hvoru upp á meðan suðan er að koma upp, svo hún brenni ekki við botninn á pottinum.
Látið suðuna vera jafna á pottinum, passið að sjóða ekki of skart.
Sjóði ekki skinkuna við mikinn hita, þá getur hún orðið þurr.
Suðutími er ca. 45 mínútur fyrir hvert kíló af kjöti.
Látið skinkuna síðan kólna í soðinu og takið lokið af pottinum.

Áætlaður suðutími:
Heil skinka – 5 kg. ca. 4 ½ tími.
Hluti úr læri – 4 kg. ca. 3 ½ tími.
Hluti úr læri – 2 kg. ca. 1 ½ tími.

Takið steikina úr pottinum og kælið hana. Breiðið ekki yfir hana. Takið puruna varlega af þegar hún er orðin köld og snyrtið steikina til.
Áður en steikin verður sinnepsgrilluð eða pensluð (glasseruð), sjóðið upp soð úr pottinum og búið til sósu.
Skinkan er borin fram volg eða köld með hálfum, soðnum eplum, sveskjum og rauðkáli.

  • Date 01/12/2018
  • Tags Jólauppskriftir