fbpx

SVÍNARIFJASTEIK

 

Undirbúningur: 15 mín

Steikingartími: 1 1/2 klst
Ofnhiti: 170 ° C
Miðju rim í ofni
Má frysta, en paran verður mjúk

Gróft salt
Nýmalaður pipar
Svínakjötskrydd

Skerið djúpar rákir í pöruna með beittum hníf og leggið steikina með pöruna niður í djúpa pönnu eða stóran pott. Hellið sjóðandi soði upp að pörunni og sjóðið í 15-20 mín.

Leggið steikina á rist með pöruna upp og núið salti vel inn í pöruna, annars verður hún ekki nógu stökk. Stingið hálfum lárviðarlaufum og heilum pipar í pöruna.

Steikið í ofni eins og tekið er fram. Þegar steikarhitamælir sýnir 75-77° C, þá er kjötið meyrt og tilbúið. Ef paran er ekki orðin stökk, má steikja hana lengur við 220 C.

Takið þá steikina úr ofninum og látið standa á hlýjum stað í ca 15 mín.

Skerið steikina í sneiðar og berið fram með sósu, kartöflum og rauðkáli.

Verði ykkur að góðu!